Hugbúnaðaruppfærsla á hraðhleðslum ON - kostnaðarlaust að hlaða

Dagana 28. júní til og með 2. júlí 2018 erum við að uppfæra hugbúnað tengdan hraðhleðslum ON um allt land. Að því gefnu getur þú notað hraðhleðslurnar okkar þér að kostnaðarlausu. Engin þörf er að nota ON lykilinn. Í því tilfelli þar sem óskað er eftir PIN er það 1234.

Meðan á þessu stendur þá gætu verið truflanir á uppfærslu hlaða í appi og á heimasíðu t.d. blá hlaða (upptekin) gæti verið græn (laus).

Við minnum á þjónustusímann okkar 591 2700 sem er opinn allan sólarhringinn.

Með kveðju, starfsfólk ON

Hraðhleðsla