Hraðhleðslustöð á Hellisheiði

Ný hraðhleðslustöð hefur verið tekin í gagnið á Hellisheiði og er hún staðsett á bílastæðinu fyrir framan Jarðhitasýningu ON.

Nú geta rafbílaeigendur hlaðið bíla sína á leiðinni yfir eða af heiðinni, kíkt á sýninguna og fengið sér kaffi og með því á meðan beðið er.  Stöðin á Hellisheiði er þrettánda hraðhleðslustöðin sem ON hefur opnað en hinar eru staðsettar á Bæjarhálsi, Sævarhöfða, við IKEA, á Miklubraut, Fríkirkjuvegi, Smáralind, Akureyri við Hof og Glerártorg, í Borgarnesi, Akranesi, Selfossi og á Fitjum í Reykjanesbæ.

Sjá nánar um hraðhleðslustöðvar ON

Hraðhleðslustöð við Hellisheiðarvirkjun