Hlöður og snjallvæðingin

Undanfarin fjögur ár hefur ON byggt upp hlöður á höfuðborgarsvæðinu og hringinn í kringum landið. Lærdómurinn af þessari vegferð hefur kennt okkur að hleðsla fyrir rafbíla snýst um miklu meira en rafmagn, þessu fylgir mikil snjallvæðing sem hjálpar til við að byggja upp hagkvæmt og notendavænt umhverfi til að taka vel á móti ört vaxandi fjölda rafbíla hér á landi.

Með fjölgun rafbíla skapast ný tækifæri varðandi betri nýtingu raforkukerfisins ásamt því að auka orkuöryggi landsins.

Snjallborgin Reykjavík

Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, hélt erindi um vegferð ON sl. ár á ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík, sem haldin var í Hörpu fimmtudaginn 3. maí sl. Hægt er að nálgast upptöku af öllum erindunum hér á vef snjallrar Reykjavíkurborgar.

 

Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már Júlíusson