Hleðsluáskrift ON

Með Hleðsluáskrift ON greiðir þú lága upphæð mánaðarlega og hleður áhyggjulaus!

Einfalt, ódýrt og þægilegt

Hleðsluáskrift ON er hagstæð leið til að hlaða rafbílinn á þægilegan hátt, hvort sem þú býrð í sérbýli eða fjölbýli. Einnig er lausnin kjörin fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Með Hleðsluáskrift ON færðu aðgang að nútímalegri hleðslustöð og því óþarfi að fjárfesta í kostnaðarsömum búnaði. Þó þarf að gera ráð fyrir kostnaði vegna uppsetningar á grunnneti, en hann er breytilegur og tekur mið af aðstæðum á hverjum stað.

Fá ráðgjöf varðandi Hleðsluáskrift ON

5 ástæður til að velja Hleðsluáskrift ON:

 • Öll þjónusta og viðhald er innifalið í hóflegu mánaðargjaldi – sjá verðskrá
 • Nútímaleg hleðslustöð fylgir áskriftinni
 • Ef hleðslustöðin bilar er henni skipt út án tafa
 • Þú greiðir sama verð fyrir rafmagnið til heimilisnota og fyrir rafbílinn
 • 24/7 svörun í þjónustuveri ON

Fjölbýli og húsfélög

 • Áskriftargjald er frá 4.400 kr. á mánuði
 • Rafbíll hlaðinn með ON-lyklinum
 • Aðgengilegt fyrir alla íbúa í húsinu
 • Hleðslubúnaðurinn er innifalinn í áskriftinni
Nánar um Hleðsluáskrift ON fyrir fjölbýli

Sérbýli

 • Áskriftargjald frá 2.900 kr. á mánuði
 • Rafbíll hlaðinn með ON-lyklinum
 • Þú nýtir ON lykilinn heima og á hleðslustöðvum ON hringinn í kringum landið
 • Hleðslustöðin er innifalin í áskriftinni
Nánar um Hleðsluáskrift ON fyrir sérbýli

Fyrirtæki og stofnanir

 • Áskriftargjald frá 4.400 kr.
 • Rafbíll hlaðinn með ON-lyklinum
 • ON sér um rekstur og viðhald stöðvarinnar
 • 24/7 svörun í þjónustuveri ON
Nánar um Hleðsluáskrift ON fyrir fyrirtæki og stofnanir

Spurt og svarað varðandi Hleðsluáskrift ON

Hvað er Hleðsluáskrift ON?

Hleðsluáskrift ON er hagstæð leið fyrir þig til að hlaða rafbílinn.

Hvernig virkar Hleðsluáskrift ON?

Þú greiðir mánaðarlega áskrift og færð ON hleðslustöð heim til þín. Öll þjónusta og viðhald er innifalið í mánaðarlegu áskriftinni.

Fyrir hvern er Hleðsluáskrift ON?

Hleðsluáskrift ON er fyrir þau sem vilja hafa aðgang að nútímalegri hleðslustöð. Ef núverandi tækni úreldist þá uppfærir ON búnaðinn.

Hvað er innifalið í mánaðarlegri Hleðsluáskrift ON?

Þú borgar lága mánaðarlega áskrift og færð ON hleðslustöð heim til þín. Öll þjónusta og viðhald er innifalið í mánaðarlegu áskriftinni. Þjónustuver ON er opið allan sólarhringinn og sérfræðingar okkar sjá til þess að þú getur leitað hjálpar ef vandamál upp koma. Ef Þjónustuver ON getur ekki leyst vandamálið í gegnum síma koma tæknimenn okkar á staðinn. Að auki greiðir þú fyrir þá raforku sem þú notar og kostar rafmagnið það sama og heima hjá þér.

Hvað kostar Hleðsluáskrift ON?

Verðskrá fyrir Hleðsluáskrift ON frá 1. júlí 2021

Verðskrá pdf

 

Af hverju ætti ég að fá mér Hleðsluáskrift ON?

Með Hleðsluáskrift ON þarft þú aldrei að hafa áhyggjur af hleðslu rafbílsins. Þjónustuver ON er opið allan sólarhringinn og sérfræðingar okkar sjá til þess að þú getur leitað hjálpar ef vandamál upp koma. Ef Þjónustuver ON getur ekki leyst vandamálið í gegnum síma koma tæknimenn okkar á staðinn.

Hver er ávinningur minn af því að fá mér Hleðsluáskrift ON?

Í stað þess að fjárfesta í kostnaðarsamri hleðslustöð borgar þú lága mánaðarlega áskrift og hefur aðgang að hleðslustöð heima hjá þér. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af bilunum eða úreldingu á dýrum tæknibúnaði. Að auki borgar þú sama verð fyrir rafmagnið í Hleðsluáskrift ON og heima hjá þér.

Hvernig er Hleðsluáskrift ON öðruvísi en aðrar hleðslustöðvar?

Hleðslustöðvar eru dýr og flókinn búnaður og örar tækniframfarir gera það að verkum að sífellt koma öflugri og snjallari hleðslustöðvar. Með Hleðsluáskrift ON ert þú alltaf með hleðslustöð sem er búin nýjustu tækni og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur.

Hvað kostar rafmagnið á rafbílinn minn þegar ég nota Hleðsluáskrift ON?

Rafmagnið kostar ekkert meira í Hleðsluáskrift ON. Þú borgar sama verð fyrir kWh í Hleðsluáskrift ON og þú borgar heima hjá þér (að því gefnu að þú ert að kaupa heimilisrafmagnið af ON). Að auki getur þú fengið 10% afslátt af allri heimilisnotkuninni og 20% af hleðslum í almennum ON hleðslustöðvum og ON hraðhleðslustöðvum um land allt með því að skrá þig á  www.on.is

Hvað þarf ég að gera til að fá Hleðsluáskrift ON?

Þú þarft að hafa samband við ON og óska eftir Hleðsluáskrift ON. Sérfræðingur ON mun taka við málinu og veita ráðgjöf í samráði við rafverktaka.

Hvað þarf ég að láta gera áður en ég get fengið mér Hleðsluáskrift ON?

Rafverktaki þarf að leggja raflagnir að öllum bílastæðum þar sem dokka fyrir hleðslustöð er sett upp. Þegar þú vilt fá Hleðsluáskrift ON mætir tæknimaður ON á staðinn og setur hleðslustöð upp fyrir þig án alls auka kostnaðar. Sérfræðingar ON veita rafverktaka ráðgjöf varðandi hönnun grunnnets og framkvæma úttekt á því að lokinni uppsetningu. ON gerir kröfu um að rafverktaki skili tilkynningu inn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Hvað kostar að láta leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar svo ég geti fengið mér Hleðsluáskrift ON?

Aðstaða til hleðslu rafbíla er misjöfn og er nauðsynlegt að skoða aðstæður á hverjum stað. Sérfræðingar ON geta veitt ráðgjöf og metið kostnað gróflega.

Get ég sagt Hleðsluáskrift ON upp?

Já, þú getur sagt upp Hleðsluáskrift ON með mánaðarfyrirvara og það er enginn lágmarksbinditími.

Fylgir eitthvað snjallforrit (app) með Hleðsluáskrift ON?

Í ON-hleðsluappinu getur þú fylgst með þinni raforkunotkun

Þarf ég alltaf að nota ON-lykilinn þegar ég nota Hleðsluáskrift ON?

Já, eins og sakir standa er nauðsynlegt að nota ON-lykilinn í hvert skipti sem Hleðsluáskrift ON er notuð.

Get ég fengið Hleðsluáskrift ON um allt land?

Að svo stöddu er þjónustan eingöngu í boði á Höfðuborgarsvæðinu.

Geta allir rafbílar hlaðið í Hleðsluáskrift ON?

Já, allir rafbílar geta notað Hleðsluáskrift ON, hvort sem þeir eru búnir Type 1 eða Type 2 tengi.

Hvað er grunnnet?

Grunnnet er raflagnakerfi í fjölbýli eða fyrirtæki sem uppfyllir alla staðla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og er hannað þannig að öll geta hlaðið rafbílinn sinn á sama tíma. Grunnnet samanstendur af raforkumæli, öryggi og lekaliða í töflu, ásamt öllum raflögnum og dokku að hverju bílastæði.

Getur hönnun grunnneta verið mismunandi?

Já, við hönnun grunnneta hafa sérfræðingar ON til hliðsjónar umhverfissjónarmið með lágmörkun á efnisnotkun án þess að hafa neikvæð áhrif á getu þess. Með því er hægt að setja grunnnet upp á hagstæðan máta.

Geta öll hlaðið rafbílinn sinn í einu í Hleðsluáskrift ON?

ON ábyrgist með hönnun grunnnets að næg geta sé innan kerfisins svo öll geta hlaðið í einu og álagstýringin sér til þess að allir bílar fái nægilega hleðslu til daglegra nota.

Get ég fengið styrki frá yfirvöldum vegna uppsetningar grunnnets?

Já, hægt er að sækja um styrk hjá Reykjavíkurborg vegna uppsetningar hleðslustöðva í sameignarstæðum fjöleignarhúsa með fleiri en fimm íbúðir. Einng er hægt að fá virðisaukaskatt endurgreiddan af vinnu við uppsetningu, og er það óháð íbúðafjölda.

Fylgir hleðslusnúra með hleðslustöðinni í Hleðsluáskrift ON?

Nei, því miður fylgir hleðslusnúra ekki með hleðslustöðinni í Hleðsluáskrift ON að svo stöddu.

Er hægt að læsa hleðslusnúruna við hleðslustöðina í Hleðsluáskrift ON?

Já, það er hægt að læsa hleðslusnúruna við hleðslustöðina. Sérfræðingur ON sér um að gera það sé þess óskað.