ON-Hleðslu appið komið út

ON-Hleðsla er nýtt smáforrit sem sýnir rauntímastöðu á hlöðum ON og auðveldar þannig rafbílaeigendum aksturinn.

 Appið kostar ekkert og er aðgengilegt fyrir bæði Android og iOs. Við hvetjum alla rafbílaeigendur, sem og þá sem áhugasamir eru um rafbílavæðingu, að ná í appið.

Smelltu hér - ON Hleðsla fyrir Android

Smelltu hér - ON Hleðsla fyrir iOS 

Í appinu er kort sem sýnir staðsetningar á hlöðum ON, hvaða tengi eru aðgengileg í hverri hlöðu, o.fl. Litur ákvarðar stöðuna hverju sinni. Grænn þýðir að hlaðan sé laus, blár þýðir að hlaðan er upptekin og rauður þýðir að hlaðan er ekki í þjónustu.

Öflug upplýsingagjöf mikilvæg

Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri ON, hefur sjálfur átt rafbíl í um tvö ár. Hann segir að öflug upplýsingagjöf til rafbílaeigenda sé lykilatriði. „Það er mjög þægilegt að geta séð í símanum sínum hvort sú hleðslustöð sem best liggur við er laus þegar maður sér fram á að eiga leið þar um eða hvort betra er að fara á aðra. Þetta er sérstaklega mikilvægt á meðan við erum ennþá á fullu að fjölga stöðvunum,“ segir Bjarni Már.

ON hefur þegar lýst þeim áformum að „loka hringnum“ það er að setja upp 14 nýjar hlöður meðfram hringveginum til að gera ferðafólki á rafbílum lífið léttara.

 

 

 

Skýringar-á-stöðu.png
ON Appið