Generic Image

Heimili

Þjónusta & reynsla


Verðskrá

Raforkulög kveða á um að orkureikningar séu sundurliðaðir í flutning, dreifingu og sölu. Dreifing og flutningur er háð sérleyfi en sala á raforku er frjáls.

Orkuverð ON er 7,97 kr/kWh og samanstendur upphæðin af rafmagnsverði og virðisaukaskatti
(fyrir almenna notkun án dreifingar og flutnings með sköttum).

ON innheimtir seðilgjald eða tilkynningar- og greiðslugjald vegna birtingar reikninga. Gjaldið er breytilegt eftir því hvort um er að ræða greiðsluseðla á pappír eða ekki.

Gildir frá 1. janúar 2018.

Verð á rafbílahleðslu


Komdu í viðskipti

Þú getur keypt rafmagn af okkur hvar sem þú býrð á landinu. Sendu okkur þínar upplýsingar og við sjáum um afganginn.

Skráðu þig í viðskipti hér


Upprunaábyrgðir

ON hefur ákveðið að upprunaábyrgðir fylgi allri raforkusölu fyrirtækisins á almennum markaði frá áramótum 2016/2017. Jafnframt mun fyrirtækið verja öllum tekjum af sölu upprunaábyrgða vegna raforkusölu til stórnotenda til verkefna fyrirtækisins sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofts.

Með ákvörðun ON hverfur jarðefnaeldsneyti og kjarnorka af rafmagnsreikningum almennra viðskiptavina. Uppruni raforku á reikningum ON sem birtast viðskiptavinum á næsta ári verður því alfarið endurnýjanleg orka. Þær upplýsingar sem birtast á raforkureikningum ON í júlí 2017 miðast við sölu ON og annarra á upprunaábyrgðum árið 2016 og taka ekki mið af þessari ákvörðun.

Uppruni raforku - stöðluð yfirlýsing fyrir árið 2016


Reiknivél

Hvað fer mikil orka í að halda mjólkinni kaldri? Reiknivélin okkar leiðir þig í sannleikann um rafmagnsnotkun heimilisins.

Þurrkari er þarfaþing og til á flestum heimilum, vissir þú að ef þú setur 8 sinnum í viku í þurrkarann kostar það rúmar 10 þúsund krónur á ári. Er ekki kominn tími á að taka fram þvottagrindina og hengja upp það allra heilagasta?

Fara í reiknivél


Breyta um greiðslumáta

Umhverfismál og náttúran skipta okkur gríðarlegu máli. Við hvetjum okkar viðskiptavini til að velja rafræna greiðslumáta í stað greiðsluseðils.

Breyttu um greiðslumáta


Vertu í sambandi

Viltu koma til okkar í viðskipti, fá ráðgjöf eða hefurðu spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni?

Hafa samband