Gerum vel en getum alltaf gert betur

Orka náttúrunnar hefur einsett sér að skilgreina mælanleg markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka jafnframt úrgang frá starfsemi sinni.

Þetta kemur fram í viðtali við Mörtu Rós Karlsdóttur, forstöðumanns auðlinda ON, sem birtist nýlega í blaðinu Sóknarfæri. Þótt losun gróðurhúsalofttegunda frá vatnsafls- og jarðhitavirkjunum hér á landi sé mjög lítil segir Marta Rós engan vafa leika á að orkufyrirtækin geti lagt sitt af mörkum.

Marta Rós
Marta Rós Karlsdóttir