Generic Image
🏢

Fyrirtæki

Ráðgjöf

Við útvegum þínu fyrirtæki nákvæm viðskiptayfirlit og greiningarblöð sem gefa skýra yfirsýn yfir notkun, kostnað og samanburð á milli tímabila. Við aðstoðum við að velja hagkvæmustu samsetningu á raforkutöxtum miðað við notkun og aðstæður hverju sinni. Þá rekum við öflug upplýsingakerfi sem hjálpa þér að nálgast notkunaryfirlit á einfaldan hátt.Verðskrá

Raforkulög kveða á um að orkureikningar séu sundurliðaðir í flutning, dreifingu og sölu. Dreifing og flutningur er háð sérleyfi en sala á raforku er frjáls.

Orkuverð ON er 7,55 kr/kWh og samanstendur upphæðin af rafmagnsverði og virðisaukaskatti
(fyrir almenna notkun án dreifingar og flutnings með sköttum).

ON innheimtir seðilgjald eða tilkynningar- og greiðslugjald vegna birtingar reikninga. Gjaldið er breytilegt eftir því hvort um er að ræða greiðsluseðla á pappír eða ekki.

Gildir frá 1. janúar 2017.


Götulýsing

ON hefur umsjón með og ber ábyrgð á framkvæmd götulýsingar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ (að læknum), Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Akranesi - alls um 50.000 ljósastaurar. Innan þessa svæðis er Vesturlandsvegurinn að Hvalfjarðargöngum. Stólparnir eru í eigu bæjarfélaga og einkaaðila á þjónustusvæðinu.

Af hverju er kveikt á götulýsingu í mínu hverfi yfir hábjartan dag?

Starfsmenn í götulýsingarþjónustu sinna viðhaldsvinnu á kerfinu í dagsbirtu. Til að sinna viðhaldinu, t.d. finna og skipta út óvirkum perum, þarf að vera kveikt á perum í viðkomandi hverfi þegar við á.

Þú getur haft samband við okkur vegna götulýsingar eða óskað eftir tengingu með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Óska eftir tengingu

Hafa samband

Ráðgjafi götulýsingar


Upprunaábyrgðir

Sala upprunavottorða úr landi

Sala upprunavottorða úr landi þýðir að íslenskir orkusalar þurfa að gera grein fyrir samsetningu á uppruna raforkunnar á útgefnum reikningum sínum. Öll framleiðsla á Íslandi mun þó áfram vera sjálfbær og græn.

Uppruni raforku - stöðluð yfirlýsing fyrir árið 2015


Vertu í sambandi

Viltu koma til okkar í viðskipti, fá ráðgjöf eða hefurðu spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni?

Hafa samband