Hafa samband Netspjall

Hrein orka fyrir öflugt atvinnulíf


Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki

Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna og erum leiðandi í metnaðarfullum og umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi. Markmið okkar er að framleiða rafmagn handa fyrirtækjum og einstaklingum á þann hátt að umhverfið,
landið og auðlindirnar njóti góðs af til framtíðar.

Við búum yfir áralangri þekkingu og reynslu á rafmagnsmálum og leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar góða, alhliða þjónustu.


Lítið spor er stórt stökk fyrir mannkynið

Þegar fyrirtæki tengist Orku náttúrunnar er það í viðskiptum við leiðandi aðila á heimsvísu í nýtingu jarðvarma og minnkun kolefnisspors í orkuvinnslu. Við virkjanir ON starfar margt fremsta vísindafólk landsins og þróunarverkefni ON í loftslagsmálum hafa vakið heimsathygli.

Jarðgufuvirkjanir ON eru með eitt minnsta kolefnisspor í sínum flokki og þar hefur verið þróuð aðferð til að binda koltvíoxíð sem grjót í jarðlögum. Orka náttúrunnar stefnir að sjálfbærri og sporlausri vinnslu jarðhitans. Lítið spor verður stórt stökk fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Upprunaábyrgðir

100% endurnýjanleg orka náttúrunnar

Upprunaábyrgðir rafmagns er viðskiptakerfi sem Evrópuríki komu á fót til að hvetja til endurnýjanlegrar raforkuframleiðslu. Kerfið á að hvetja til uppbyggingar á endurnýjanlegri framleiðslu á stöðum þar sem það er hagkvæmt, t.d. á Íslandi og í Skandinavíu frekar en að byggja upp vindorkugarð þar sem nýtni er léleg eða vatnsaflsvirkjun sem stórkostlega raskar umhverfið. Raforkunotendur geta svo keypt upprunaábyrgð, óháð staðsetningu í kerfinu, og fengið þannig sína notkun vottaða með ábyrgðunum.

Hverjir eru með vottaða hreina notkun?

Allir viðskiptavinir ON, einstaklingar og fyrirtæki (ekki stóriðja), fá 100% endurnýjanlega vottaða orku án aukalegs kostnaðar. Á mínum síðum Orku náttúrunnar geta viðskiptavinir nálgast skjöl því til staðfestingar.

Af hverju eru upprunaábyrgðir seldar úr landi?

Orka náttúrunnar selur upprunaábyrgðir sem ekki er markaður fyrir hér á landi. Jafnframt mun fyrirtækið verja öllum tekjum af sölu upprunaábyrgða vegna raforkusölu til stórnotenda til verkefna fyrirtækisins sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.


Frumkvöðull í endurheimt staðargróðurs

Markmið okkar er að framleiða rafmagn handa fyrirtækjum og einstaklingum á þann hátt að umhverfið, landið og auðlindirnar njóti góðs af til framtíðar. ON er frumkvöðull í endurheimt staðargróðurs og við allar framkvæmdir á grónu landi er gróðurþekjan varðveitt og nýtt til endurheimtar. Á sumrin starfar flokkur á virkjunarsvæðum við landgræðslu og notar til dæmis súrmjólk til að rækta upp mosaþembur.

Kynntu þér umhverfisvæna orkuframleiðslu.

Nánar um náttúruna


Skiptu yfir í orku náttúrunnar

Við auðveldum orkuskiptin

Árið 2014 tók Orka náttúrunnar forystu í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla hérlendis og vorið 2018 opnaðist hringvegurinn alla leið með þéttu neti af hlöðum ON. Við aðstoðum fyrirtæki við að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum með orkuskiptum og margir fjölmennustu vinnustaðir landsins hafa fengið ON til að setja upp og þjónusta hleðslur fyrir rafbíla fyrirtækjanna sjálfra, starfsfólks og viðskiptavina.

Fáðu ráðgjöf sérfræðinga ON um hagstæðustu kostina vegna orkuskipta í þínu fyrirtæki.

Hafðu samband við okkur


Götulýsing

ON hefur umsjón með og ber ábyrgð á framkvæmd götulýsingar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ (að læknum), Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Akranesi - alls um 50.000 ljósastaurar. Innan þessa svæðis er Vesturlandsvegurinn að Hvalfjarðargöngum. Stólparnir eru í eigu bæjarfélaga og einkaaðila á þjónustusvæðinu.

Af hverju er kveikt á götulýsingu í mínu hverfi yfir hábjartan dag?

Starfsmenn í götulýsingarþjónustu sinna viðhaldsvinnu á kerfinu í dagsbirtu. Til að sinna viðhaldinu, t.d. finna og skipta út óvirkum perum, þarf að vera kveikt á perum í viðkomandi hverfi þegar við á.

Hafðu samband við okkur


Vertu í sambandi

Viltu koma til okkar í viðskipti, fá ráðgjöf eða hefurðu spurningar sem þú finnur ekki svör við á síðunni?

Hafðu samband við okkur