Fréttir
17. október 2022

Orka náttúrunnar fjölgar Hverfahleðslum í Garðabæ

Við Eskiás í Garðabæ er að rísa nýtt hverfi þar sem umhverfissjónarmið spila stórt hlutverk. Ein af þeim leiðum sem byggingaraðilar ákváðu að fara var að hafa öll bílastæði ofanjarðar og sameiginleg með öllum húsunum sem eykur samnýtingu stæðanna.

Þarna eru öll bílastæði sameignarstæði þannig að ekki er hægt að fá sér sína eigin hleðslustöð við sitt stæði. Orka náttúrunnar mun því byggja upp hleðsluinnviði í hverfinu með uppsetningu 32 Hverfahleðslustöðva með möguleika á fjölgun.

ON hefur verið leiðandi í uppbyggingu hleðsluinnviða síðan árið 2014 og hefur fyrirtækið því mjög mikla þekkingu og reynslu á hleðsluinnviðum sama hvort það er í Hverfahleðslum eða Heimahleðslum.

Byggingaraðilar við Eskiás völdu þess vegna að vinna með ON við uppbyggingu hleðsluinnviða við Eskiás. Hér er frábært dæmi um það hvernig hægt að hanna blandað hverfi með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Sjá nánari upplýsingar um Eskiásverkefnið

Sjá upplýsingar um hleðslulausnir ON

 

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.