Fréttir
3. júlí 2019

Ísland er landið fyrir rafbíla

Rannsókn Orku náttúrunnar á kolefnisfótspori rafbíla við íslenskar aðstæður er komin út.  Á Íslandi höfum við hreina raforku en hátt olíuverð auk þess sem íbúar eru nógu fáir til að hægt sé að mæta eftirspurn. Landið hentar því afar vel fyrir rafbílavæðingu.

Helstu atriði skýrslunnar:

  • Heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km. akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
  • Ólíkur uppruni raforku skiptir lykilmáli en á Íslandi er öll raforka umhverfisvæn. Þess vegna er Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum.
  • Stærri rafhlöður (85 kW) hafa meiri áhrif á umhverfið en minni rafhlöður vegna aukinnar losunar við framleiðslu þeirra. Því skiptir máli að velja sér rafbíl og rafhlöðu eftir þörf og áætlaðri notkun.

Lesa skýrslu – kolefnisfótspor rafbíla við íslenskar aðstæður

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.