Fréttir
1. júní 2021

Herdís og Daði nýir leiðtogar hjá Orku náttúrunnar

Þau Herdís Skúladóttir og Daði Hafþórsson eru hvort tekin við sínu leiðtogahlutverkinu innan Orku náttúrunnar. Herdís hefur starfsheitið fararstjóri stafrænnar forystu og Daði er forstöðumaður virkjanareksturs ON.

Hlutverk Herdísar er að skilgreina og þróa verklag þannig að stafræn tækni nýtist til framfara í starfseminni allri. Þar er ekki síst horft til aukinnar og betri þjónustu við viðskiptavini en einnig til stuðnings metnaðarfullri umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Herdís gekk til liðs við ON frá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn þar sem hún leiddi verkefnastýringu félagsins. Herdís er íslenskufræðingur með framhaldsmenntun hvorttveggja á sviði verkefnastjórnunar og sölu- og markaðsfræða.

Herdís Skúladóttir farastjóri í stafrænni vegferð hjá Orku Nátúrunnar.

„Stafræn þróun er svið þar sem flest öll fyrirtæki eru nú að reyna hlaupa sem hraðast og tileinka sér nýja tækni en ekki síður nýja hugmyndafræði og hugsunarhátt. Það er virkilega skemmtilegt að koma inn í nýtt og ómótað starf og fá tækifæri til þess að setja mark sitt á það og þessa vegferð sem ON er á,“ segir Herdís.

 

 

 

Í starfi Daða sem forstöðumaður virkjanareksturs ON felst ábyrgð á rekstri virkjananna þriggja sem ON á. Það eru jarðgufuvirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum, sem eru hinar stærstu á landinu og vinna rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu, og vatnsaflsvirkjunin í Andakílsá. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Fóðurblöndunnar áður en hann réðist til ON. Daði er með B.Sc. gráðu í vörustjórnun frá Tækniháskólanum og Black Belt próf á vegum RTA í Lean – Six Sigma verkefnastjórnun. Hann innleiddi einmitt þá aðferðafræði þegar hann vann hjá Rio-Tinto-Alcan.

Daði Hafþórsson forstöðumaður virkjanareksturs
Ljósmyndir af Daða og Herdísi
Kredit: Ljósm. ON/Atli Már.

„Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst að vinna hjá fyrirtæki sem ætlar, mjög ákveðið og markvisst, að leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn m.t.t. grænnar orku og umhverfis sem ON hefur sett á oddinn á öllum sviðum.  Ég þakklátur fyrir það traust sem mér er hér gefið.  Þá hlakka ég til að vinna með sérfræðingum ON, sem margir hverjir eru að mínu mati leiðandi á sínu sviði, á heimsmælikvarða,“ segir Daði.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.