Hafa samband Netspjall
Reykjavik by night.

Orku- og umhverfismál eru framtíðin


Við leitum að framkvæmdastjóra

Hvers vegna ON?

Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma. Við höfum sett okkur metnaðarfull loftslagsmarkmið og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð, okkur öllum til heilla.

Hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað og fjölskylduvænan vinnutíma. Það eru krefjandi og skemmtileg verkefni í leiðslunum hjá ON.Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Óumdeildir leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar
  • Haldgóð reynsla úr atvinnulífinu
  • Færni í að móta og innleiða framtíðarsýn
  • Hæfni í að styðja starfsfólk til ábyrgðar og skapa vinnustað þar sem hæfileikar og hugmyndir eru nýttar til fulls
  • Ástríða fyrir ábyrgri nýtingu auðlinda til framtíðar
  • Geta og vilji til að vinna markvisst að jafnréttismálum
  • Drífandi og markaðsþenkjandi
  • Samskiptahæfileikar, metnaður, frumkvæði og heilindi
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Sækja um

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður stjórnar ON - hildigunnur.h.thorsteinsson@or.is eða Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur – starf@on.is.

Sækja um starf