Framkvæmdastjóraskipti hjá ON

Hildigunnur H. Thorsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir að Páll Erland sagði starfi sínu lausu. Páll verður fyrirtækinu innan handar næstu mánuði.

Páll hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur árið 2001. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum síðan og verið framkvæmdastjóri ON frá stofnun, í ársbyrjun 2014.

Hildigunnur tók við starfi framkvæmdastjóra Þróunarsviðs OR í ársbyrjun 2013. Hún lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi frá MIT í Bandaríkjunum árið 2008 á sviði jarðvarma. Hún kom til OR frá Bandaríska orkumálaráðuneytinu þar sem hún leiddi jarðhitaverkefni. Hildigunnur hefur átt sæti í stjórn ON frá því það tók til starfa.

Hildigunnur mynd 2015-2.jpg
Hildigunnur H. Thorsteinsson