Frábær frammistaða hjá hjólagörpum ON!

Hjólalið ON lauk keppni í dag í 8. sæti af 40 liðum (í sínum flokki) í hjólakeppni WOW.

Okkar fólk fór hringinn í kringum landið á 42. klst. og 12 mínútum. Alls hafði liðið safnað 265.000 kr. í áheitum þegar komið var í mark. Hægt er að heita á ON Bike Team hér og rennur upphæðin sem safnast óskert til Bæklunardeildar Landspítalans.

Við óskum hjólagörpunum okkar til hamingju með þennan glæsilega árangur!

Generic Image
Feykiöflug hjólasveit ON-ara