Forstöðumaður Virkjanareksturs - ertu ON?

Við leitum að öflugum leiðtoga í starf forstöðumanns Virkjanareksturs.

Viðkomandi mun verða hluti af stjórnendateymi fyrirtækisins og bera ábyrgð á rekstri jarðvarmavirkjana ON á Hellisheiði og Nesjavöllum ásamt vatnsaflsvirkjun í Andakíl. Starfið er tækifæri fyrir einstakling sem hefur metnað til að vera í fararbroddi við örugga og ábyrga vinnslu orkuauðlinda hjá framsæknu orkufyrirtæki.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2017.

Sjá nánari lýsingu um starf Forstöðumanns Virkjanareksturs og hæfniskröfur hér

 

Gufa-hellisheiði