Lesið við lampaljósLesið við lampaljós

Spurt og svarað um flutninga

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar flutt er á milli húsnæða. Það er því upplagt að gera plan og ekki er verra að hafa nokkrar ágætar reglur til hliðsjónar sem flýta fyrir og spara tíma og fyrirhöfn. Hér eru ýmsar gagnlegar upplýsingar til að hafa á bakvið eyrað og spara þér sporin. Gangi þér vel!

Flytja í mína fyrstu eign

Af hverju þarf ég að velja mér raforkusala?

Frá árinu 2006 var öllum frjálst að velja sér raforkusala fyrir rafmagnsnotkun. Það er einfalt að velja Orku náttúrunnar með því að smella hér.

Dreifing rafmagnsins er hinsvegar á svokölluðu sérleyfi sem þýðir að það fer allt eftir því hvar þú býrð, hver dreifir rafmagninu heim til þín. Eftirtaldir aðilar dreifa rafmagni um landið:

  • Veitur: Dreifa rafmagni í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ norðan Hraunholtslækjar (Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi.
  • HS Veitur: Dreifa rafmagni á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði, á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar, í Árborg og í Vestmannaeyjum
  • Norðurorka: Drefir rafmagni á Akureyri
  • Orkubú Vestfjarða: Dreifir rafmagni á Vestfjarðakjálkanum
  • RARIK: Dreifir rafmagni um allt land að undanskildum Vestfjörðum, suðvesturhorninu, Árborg, Vestmannaeyjum, Akureyri og Reyðarfirði

Sjá nánar á korti

Hvernig vel ég mér raforkusala?

Það er einfalt, smelltu hér og fylltu út formið. Við sjáum um rest.

Af hverju á ég að velja Orku náttúrunnar?

Það eru nokkrar góða ástæður fyrir því að velja okkur og ein þeirra er klárlega sú að viðskiptavinir á raforkumarkaði eru ánægðastir hjá ON, annað árið í röð! Hér koma fleiri ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að velja ON:

  • ON er eina íslenska orkufyrirtækið sem notar Carbfixaðferðina til að breyta gasi í grjót og minnka þannig koltvísýring og brennisteinsvetni úr andrúmsloftinu
  • ON er brautryðjandi í framleiðslu á 100% umhverfisvænni orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki
  • ON ætlar sér að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030
  • ON stundar fjölmargar rannsóknir og nýsköpun sem tryggja komandi kynslóðum meiri lífsgæði
  • ON býður rafbílaheimilum 20% afslátt af heimilisrafmagni og 20% afslátt af hleðslustöðvum
  • ON ræktar birkiskóga til að binda koltvísýring
  • ON flýtir fyrir orkuskiptum með neti hleðslustöðva hringinn í kringum landið
  • ON heldur uppá gróðurþekju í öllum framkvæmdum og nýtir hana til að græða aftur upp náttúrulegan gróður
  • ON hvetur viðskiptavini sína til að nýta betur og nota minna því það er hinn raunverulegi sparnaður!
  • ON gefur út gagnlega Orkumola sem stuðla að minni sóun og meiri meðvitund í þágu umhverfisins

Hvað kostar rafmagn fyrir heimili?

Verðskrá yfir rafmagnsnotkun hjá Orku náttúrunnar má nálgast hér. Á mannamáli þýðir þetta að lítið heimili, 2-3 einstaklingar, nota um 220 kWs á mánuði og meðalstórt heimili, 4 einstaklingar, nota um 350 kWs.

Hvað þarf ég að gera þegar ég flyt inn í mína fyrstu íbúð?

Þú þarft að velja þér raforkusala, fylla út ákveðnar upplýsingar og við sjáum um rest. Velkomin til Orku náttúrunnar

Einnig þarf að tilkynna notendaskipti, en almenna reglan er sú að sá notandi sem er skráður fyrir mæli er ábyrgur fyrir því að tilkynna notendaskipti, þ.e. sá sem flytur skráir sig út og þig inn. Þetta er gert hjá þeirri dreifiveitu sem tilheyrir þínu sveitafélagi.  Flestar dreifiveitur kalla þessa aðgerð „flutningstilkynningu“ eða „tilkynna flutning“ á þeirra heimasíðum. Þú getur þó alltaf haft samband við okkur ef þú ert ekki viss hvað þú átt að gera og við aðstoðum þig við flutninginn.

Eftirtaldir aðilar dreifa rafmagni um landið:

  • Veitur: Dreifa rafmagni í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ norðan Hraunholtslækjar (Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi.
  • HS Veitur: Dreifa rafmagni á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði, á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar, í Árborg og í Vestmannaeyjum
  • Norðurorka: Drefir rafmagni á Akureyri
  • Orkubú Vestfjarða: Dreifir rafmagni á Vestfjarðakjálkanum
  • RARIK: Dreifir rafmagni um allt land að undanskildum Vestfjörðum, suðvesturhorninu, Árborg, Vestmannaeyjum, Akureyri og Reyðarfirði

Lesa á mæli og álestur – hvað þýðir það?

Allir reikningar eru byggðir á áætlun. Því er gott að lesa reglulega af mælinum eða að minnsta kosti einu sinni á ári þannig að reikningar endurspegli þína notkun. Álestur auðveldar þér að fylgjast með notkun þinni og hjálpar þér að nýta betur og nota minna, það er best fyrir þig og umhverfið.

Hvenær á að lesa af mæli?

Gott er að lesa af mæli eftir 2-3 mánuði þar sem þú ert að greiða eftir áætlun. Eftir þennan tíma er auðveldara að áætla eftir þinni notkun. Reikningarnir verða þá nær því sem þú notar. Það getur svo ýmislegt breyst á heimilinu og því gott að lesa reglulega af, en einu sinni á ári óskar dreifiveitan eftir álestri. Ef þú ert á rafmagnsbíl er gott að upplýsa dreifiveituna svo hægt sé að áætla rafmangsnotkun á þig eftir því.

Flytja á milli húsnæðis

Hvernig flyt ég rafmagnið?

Best er ef þú hefur beint samband við þína dreifiveitu til að tilkynna um flutning. Ef þú ert ekki viss um hvað á að gera er þér velkomið að vera í sambandi við okkur. Eftirtaldir aðilar dreifa rafmagni um landið:

  • Veitur: Dreifa rafmagni í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ norðan Hraunholtslækjar (Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi.
  • HS Veitur: Dreifa rafmagni á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði, á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar, í Árborg og í Vestmannaeyjum
  • Norðurorka: Drefir rafmagni á Akureyri
  • Orkubú Vestfjarða: Dreifir rafmagni á Vestfjarðakjálkanum
  • RARIK: Dreifir rafmagni um allt land að undanskildum Vestfjörðum, suðvesturhorninu, Árborg, Vestmannaeyjum, Akureyri og Reyðarfirði