Fjör á jarðhitasýningu ON

Það var fjör á kraftmiklum fjölskyldudegi á laugardaginn þegar Sirkus Íslands mætti á jarhitasýninguna á Hellisheiði. Gestir og gangandi og ekki síst börnin skemmtu sér konunglega. 

Jarðhitasýningin á Hellisheiði er hin umfangsmesta hér á landi um nýtingu jarðhita og hana sækja tugir þúsunda ár hvert.

Ein aflmesta virkjun landsins

Hellisheiðarvirkjun er ein aflmesta virkjun hér á landi. Þar er framleitt rafmagn fyrir heimili og fyrirtæki og heitt vatn í hitaveitu höfuðborgarsvæðisins. Þar hefur verið rekin Jarðhitasýning frá árinu 2006. Hún hefur mikið aðdráttarafl meðal ferðafólks og eru gestir, sem greiða aðgangseyri á sýninguna, hartnær hundrað þúsund á ári. Á fjölskyldudegi sem þessum viljum við gefa sérstaklega Íslendingum kost á að sjá sýninguna og njóta þess fróðleiks sem þar er að finna.

 

 

Mynd

Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun

 

 

Jarðhitasýning