Fjölskyldudagur á Jarðhitasýningu ON 5. nóvember nk.

Við bjóðum alla velkomna á opinn fjölskyldudag laugardaginn 5. nóvember á Jarðhitasýningu ON í Hellisheiðarvirkjun. Áhugaverð sýning, veitingar og fræðandi og fjörug skemmtidagskrá fyrir jafnt börn sem fullorðna.

Dagskrá:

12:15-13:00: Snarpir örfyrirlestrar:

  • Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
  • Hvernig orka breytist í stein
  • Landgræðsla á Henglinum


13.00-13:30: Villi vísindamaður og Sveppi mæta og fræða börninn um orkuna, gera tilraun/ir og tralla eins og þeim einum er lagið

13:15-14:00: Önnur umferð af snörpum örfyrirlestrum

Öll börn fá gefins ís frá Kjörís og Trópí frá Vífilfelli en einnig verður boðið upp á léttar veitingar fyrir alla, jafnt stóra sem smáa.

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun