Fjölbreytt og falleg náttúra í ljósmyndasamkeppni ON

Hátt í 100 ljósmyndir bárust í ljósmyndasamkeppni Orku náttúrunnar sem lauk í síðustu viku.

Þema keppninnar var „orka náttúrunnar“ og túlkuðu þátttakendur það á margvíslegan og skemmtilegan máta.

Verðlaun fyrir bestu myndina að mati dómnefndar hlaut Arnar Sigurbjörnsson fyrir mynd sína af Klifbrekkufossum í Mjóafirði. Þá fékk Þórey Guðný Marinósdóttir verðlaun fyrir myndina sem fékk flest „like“ á facebook.

Við þökkum þeim sem tóku þátt og hvetjum alla til þess að taka ljósmyndir af okkar fallegu og kraftmiklu náttúru!

Generic Image
Klifbrekkufossar í Mjóafirði