News
•
Jan 9, 2026
Annáll 2025 - viðburðaríkt og árangursríkt ár en krefjandi
Annáll 2025 - viðburðaríkt og árangursríkt ár en krefjandi



Árið 2025 var viðburðaríkt og krefjandi hjá Orku náttúrunnar þar sem öll svið fyrirtækisins unnu saman að því að efla orkuöryggi, nýta auðlindir á sjálfbæran hátt og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Áhersla var lögð á ábyrgð, framsýni og stöðugar umbætur, bæði í daglegum rekstri og í stærri þróunar- og innviðaverkefnum sem styðja við langtímahagsmuni samfélagsins.
Í annál ársins 2025 er stiklað á stóru og helstu verkefni og áfangar ársins dregnir fram. Við horfum björtum augum fram á veginn og hlökkum til að takast á við bæði ný og áframhaldandi verkefni og nýta tækifærin sem gefast á árinu 2026 með það að markmiði að tryggja sjálfbæra og trausta framtíð í orkumálum.
Stóru málin í virkjunum ON og rekstri
Orka náttúrunnar og Norðurál skrifuðu undir nýjan raforkusölusamning um afhendingu á 150 megavöttum af raforku frá ON til allt að 5 ára.
Lofthreinsistöðin Steingerður var opnuð og markaði opnunin þau tímamót að Hellisheiðarvirkjun verður ein af fyrstu jarðvarmavirkjunum heims til að verða nær kolefnishlutlaus.
Stór áfangi náðist þegar svokölluð skriðtengi voru sett ofan í holu NJ-37 á Nesjavöllum í samstarfi við Orkuveituna og ÍSOR. Skriðtengin voru 10 ár í þróun en þau eru ný lausn sem ætlað er leysa vandamál sem verður í borholum þegar þær hitna en þá geta fóðringar í holunum skemmst vegna varmaþenslu.
Borun á tveimur holum á Nesjavöllum lauk á árinu. Borun á NJ-34 lauk undir lok árs en hún er fyrsta borhola af sextán sem samningur er um að bora á næstu tveimur árum. Þar með er hafin umfangsmikil áætlun sem miðar að því að tryggja áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu og bregðast við náttúrulegri dvínun í jarðhitakerfinu. Borun á NJ-37 lauk fyrr á árinu og benda mælingar til þess að hún geti gefið ágætlega og er það mikilvægt framlag til að halda uppi framleiðslugetu Nesjavallavirkjunar.
Eitt af stóru verkefnunum sem unnið er að hjá ON er svokallað blöndunarverkefni sem snýst um að sameina hitaveitur höfuðborgarsvæðisins en eins og er, eru tvö kerfi í gangi. Á árinu var stóru spurningunni svarað um hvort hægt sé að fjarlægja magnesíum úr virkjanavatni. Já, það er hægt!
Stjórnkerfisútskipti á Nesjavöllum kláruðust. Það var mikið þrekvirki og flókin framkvæmd.
Norðurál, stærsti einstaki viðskiptavinur Orku náttúrunnar og viðtakandi stórs hluta þeirrar raforku sem ON framleiðir upplýsti um að greiðslufall verði af hálfu fyrirtækisins vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Farið var í miklar endurskoðanir á fjárfestingum og í rekstri vegna þessa.
Flutningur lagers var eitt stærsta verkefni ársins og gekk það vel.
VAXA í Jarðhitagarði hélt áfram að vaxa og þrefaldaði notkun sína á árinu.
Framkvæmdir við stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun hófust. Með framkvæmdunum eykst heitavatnsframleiðslan 600 sekúndulítrar sem eru um 60% aukning á framleiðslugetu virkjunarinnar.
Aðalatriðin í hleðslumálum
Orka náttúrunnar bætti við fjölda nýrra hleðslustöðva víðsvegar um landið á árinu m.a. í Hveragerði, á Fagurhólsmýri í Öræfum, við Skógafoss, á Akranesi, í Vestmannaeyjum og á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík.
Orka náttúrunnar og GTS handsöluðu samkomulag um að viðskiptavinir ON geti nýtt sér hleðslustöðvar á lóð GTS á Selfossi. Hleðslustöðvarnar hjá GTS eru öflugur og í alfaraleið við bæjarmörkin.
ON tók yfir rekstur og þjónustu við allar hleðslustöðvar við Íslandshótel um allt land.
Á árinu fjölgaði verulega í hleðslum:
12 nýjar Hraðhleðslu-staðsetningar með 52 tengjum
6 nýjar Hverfahleðslu-staðsetningar með 76 tengjum
237 ný kerfi í hleðsluáskrift með 494 tengjum
Við settum líka upp fyrsta MCS hleðslutengið (e. Megawatt Charging System) á Íslandi, og eitt af þeim fyrstu í allri Evrópu. Tengið er staðsett í Hleðslugarðinum okkar í Borgarnesi.
Með nýjum Orkuvísi fékkst orka á betra verði en Orkuvísir er nýr breytilegur taxti sem var tekinn í notkun á árinu. Orkuvísir er frábær valkostur fyrir heimili til að hafa áhrif á raforkuverðið og er fyrsta skref ON í átt að því að opna á möguleika viðskiptavina að hafa áhrif á rafmagnsreikninginn með ábyrgri eigin notkun.
Birta á Bæjarhálsi er nýsköpunarverkefni sem Orka náttúrunnar hefur verið að vinna að á árinu. Verkefnið snýst, í stuttu máli, um að framleiða rafmagn með sólarsellum sem er svo nýtt til að búa til hluta af þeirri orku sem fer í hraðhleðslustöðvar ON á Bæjarhálsi.
Sólarsellurnar eru ný komnar upp á gömlu Kyndistöðinni, við hliðina á höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi, á þak hússins og allan suðurvegginn og því stutt í að við getum séð hversu mikla orku sólarsellur geta gefið á Íslandi.
Hvað gerðist í umhverfis og loftslagsmálum 2025
Lofthreinsistöðin Steingerður var opnuð og markaði opnunin þau tímamót að Hellisheiðarvirkjun verður ein af fyrstu jarðvarmavirkjunum heims til að verða nær kolefnishlutlaus.
Við gróðursettum 10.000 birkitré við Hellisheiðarvirkjun.
Eins og önnur sumur starfaði okkar duglegi landgræðsluhópur en meðal verkefna hópsins eru gróðursetning víðigræðlinga, söfnun og dreifing fræslægju og endurheimt á mosaþembum.
Unnið var að því að færa læk sem rennur í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun á betri stað. Í þessu skemmtilega nýsköpunarverkefni var notast við svokallaðar grjótpylsur.
Við græddum upp 4 hektara af svæðum utan athafnasvæða ON sem rofnað hafa, t.d. vegna sauðfjárbeitar.
Gestagangur, ráðstefnur og viðburðir
Ótrúlegur fjöldi gesta heimsækir okkur í ON árlega og kynnir sér fjölbreytta starfsemi okkar. Í ár komu meðal annarra góðra gesta aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu, starfsfólk Skipulagsstofnunar, borgarstjórar Þórshafnar og fulltrúar Nuuk og Reykjavíkurborgar, indverski ráðherrann Shri Hardeep S. Puri (Minister of Petroleum and Natural Gas for India) og forstjóri FAO auk þess sem fólk á öllum aldri tók þátt í frábærum Fjölskyldudegi ON og svo komu ótalmargir hópar í heimsókn á Jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun.
Starfsfólk ON nýtti vel tækifæri til að miðla þekkingu sinni á nýtingu jarðhita og endurnýjanlegrar orku til samstarfsaðila erlendis á hinum ýmsu ráðstefnum. Um leið lærði það af öðrum og sótti sér nýja þekkingu.
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var hluti af opinberri viðskiptasendinefnd sem fylgdi Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í ríkisheimsókn til Noregs. Markmið heimsóknarinnar var að efla tengsl Íslands og Noregs þar sem sérstök áhersla var lögð á græn orkuskipti, nýsköpun og norræna samvinnu.
Árni Hrannar kynnti starfsemi fyrirtækisins á Evrópsku jarðvarmaráðstefnunni 2025, í Berlín þar sem hann flutti fyrirlesturinn „ Drilling Multiple High-Temperature Wells in the Next Two Years“ og fjallaði um aukna orkuöflun ON.
Árni Hrannar tók líka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Our Climate Future 2025 sem haldin var í Brussel.
Ingunn Gunnarsdóttir leiðtogi nýsköpunar stýrði pallborðsumræðum á ráðstefnunni Sustainability Live í London. Yfirskrift pallborðsins var „The Future of Energy Transition“.
Tinna Jóhannsdóttir forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni flutti erindið „Steingerður á rafmagnsbílnum“ á fundi Orkuveitunnar, Fyrir loftslagið.
Kristín Guðmundsdóttir og Rúnar Freyr Ágústsson héldu fyrirlestra á Haustráðstefnu Verkefnastjórnunarfélags Íslands.
Ingunn Gunnarsdóttir leiðtogi nýsköpunar hjá ON hélt erindi á fundi Samorku sem bar heitið Hugvit – Hringrás – Árangur.
Við tókum virkan þátt í Samorkuþingi og starfsfólk ON kynnti þar sjö spennandi erindi, m.a. um jarðhitanýtingu, nýsköpun í Jarðhitagarði, orkuskipti og þróun orkumarkaða.
Við tókum þátt í fjölmörgum öðrum viðburðum t.d. Rafleiðslu í Elliðaárstöð á Safnanótt, Framadögum HR, Samorkuþingi á Akureyri, Vísindavöku Rannís, Orku- og vísindadegi Orkuveitunnar, auk alls kyns fleiri fjölbreyttum málþingum, ráðstefnum, ársfundum, pallborðum og öðrum viðburðum.
Við héldum líka sjálf alls kyns vel heppnaða viðburði á árinu.
Ráðstefnan „Ertu ON í umbreytingu? Klárum orkuskiptin á Íslandi!“ tókst mjög vel en markmið hennar var að opna umræðu um næstu skref, áskoranir og tækifæri tengd orkuskiptunum á Íslandi. Sérstök áhersla var lögð á rafbílavæðingu ferðaþjónustunnar og hvernig mismunandi hagaðilar geta hraðað orkuskiptum með nýtingu innviða sem þegar eru fyrir hendi.
Jarðvarmahlaup ON í Henglinum var haldið í fyrsta skipti og var frábærlega heppnað en það sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
ON ásamt Orkuveitunni og Carbfix hélt viðburðinn From Iceland to the World: Join the Frontline of Global Green Innovation, á Heimssýningunni í Osaka sem vakti mikla athygli.
Listasýningin Orka náttúrunnar var haldin með verkum Önnu Maggýjar sem myndaði náttúruna og kraftinn í henni um allt land fyrir nýja heimasíðu ON og kynningarefni.
Allskonar skemmtilegt
Á árinu náðust alls kyns fleiri áfangar, sigrar og vörður og fullt af verkefnum voru kláruð.
Við mældumst hæst í Ánægjuvoginni sjötta árið í röð.
Bæði framkvæmdastjórn og stjórn ON tóku breytingum á árinu og komu þær Birna Bragadóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir nýjar inn í stjórn ON.
Talandi um stjórnir, þá gerðist það einnig á árinu að Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON tók sæti í Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Ný og glæsileg vefsíða Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar fór í loftið sem og nýr vefur Orku náttúrunnar.
Við héldum skemmtilega nafnasamkeppni fyrir nýtt hús sem mun rísa á komandi árum innan Jarðhitagarðs við Hellisheiðarvirkjun undir nýsköpun, samstarf og þekkingarmiðlun. Nafnið Glóð var valið úr miklum fjölda tillagna. Einnig var ritað undir viljayfirlýsingar um samstarf við HÍ, HR, Orkídeu, LBHÍ og Íslenska sjávarklasann með það að markmiði að Glóð verði lifandi vettvangur rannsókna, nýsköpunar og þróunar.
Þá voru viljayfirlýsingar um raforkusölu undirritaðar við fjölmarga aðila.
Orka náttúrunnar ásamt Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland, Þróunarfélags Grundartanga, Orkuveitunni og Carbix undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Skarphéðinn var kynntur til leiks! Hann er stafrænn þjónustufulltrúi, eða spjallmenni, sem aðstoðar viðskiptavini ON við ýmis mál á on.is.
Við vorum hæst raforkusala á Sjálfbærniásnum annað árið í röð. Og vorum Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024 hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Við vorum líka áberandi í umræðunni – skrifuðum fjölda greina, mættum í viðtöl, svöruðum spurningum, birtumst í innlendum og erlendum miðlum og byrjuðum á TikTok og birtum fullt af efni á öllum okkar samfélagsmiðlum.
Starfsfólk Orku náttúrunnar þakkar fyrir frábært ár og er spennt fyrir því sem nú er nýhafið!
Árið 2025 var viðburðaríkt og krefjandi hjá Orku náttúrunnar þar sem öll svið fyrirtækisins unnu saman að því að efla orkuöryggi, nýta auðlindir á sjálfbæran hátt og veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Áhersla var lögð á ábyrgð, framsýni og stöðugar umbætur, bæði í daglegum rekstri og í stærri þróunar- og innviðaverkefnum sem styðja við langtímahagsmuni samfélagsins.
Í annál ársins 2025 er stiklað á stóru og helstu verkefni og áfangar ársins dregnir fram. Við horfum björtum augum fram á veginn og hlökkum til að takast á við bæði ný og áframhaldandi verkefni og nýta tækifærin sem gefast á árinu 2026 með það að markmiði að tryggja sjálfbæra og trausta framtíð í orkumálum.
Stóru málin í virkjunum ON og rekstri
Orka náttúrunnar og Norðurál skrifuðu undir nýjan raforkusölusamning um afhendingu á 150 megavöttum af raforku frá ON til allt að 5 ára.
Lofthreinsistöðin Steingerður var opnuð og markaði opnunin þau tímamót að Hellisheiðarvirkjun verður ein af fyrstu jarðvarmavirkjunum heims til að verða nær kolefnishlutlaus.
Stór áfangi náðist þegar svokölluð skriðtengi voru sett ofan í holu NJ-37 á Nesjavöllum í samstarfi við Orkuveituna og ÍSOR. Skriðtengin voru 10 ár í þróun en þau eru ný lausn sem ætlað er leysa vandamál sem verður í borholum þegar þær hitna en þá geta fóðringar í holunum skemmst vegna varmaþenslu.
Borun á tveimur holum á Nesjavöllum lauk á árinu. Borun á NJ-34 lauk undir lok árs en hún er fyrsta borhola af sextán sem samningur er um að bora á næstu tveimur árum. Þar með er hafin umfangsmikil áætlun sem miðar að því að tryggja áframhaldandi framleiðslugetu á Hengilssvæðinu og bregðast við náttúrulegri dvínun í jarðhitakerfinu. Borun á NJ-37 lauk fyrr á árinu og benda mælingar til þess að hún geti gefið ágætlega og er það mikilvægt framlag til að halda uppi framleiðslugetu Nesjavallavirkjunar.
Eitt af stóru verkefnunum sem unnið er að hjá ON er svokallað blöndunarverkefni sem snýst um að sameina hitaveitur höfuðborgarsvæðisins en eins og er, eru tvö kerfi í gangi. Á árinu var stóru spurningunni svarað um hvort hægt sé að fjarlægja magnesíum úr virkjanavatni. Já, það er hægt!
Stjórnkerfisútskipti á Nesjavöllum kláruðust. Það var mikið þrekvirki og flókin framkvæmd.
Norðurál, stærsti einstaki viðskiptavinur Orku náttúrunnar og viðtakandi stórs hluta þeirrar raforku sem ON framleiðir upplýsti um að greiðslufall verði af hálfu fyrirtækisins vegna endurtekinna bilana í álveri þess á Grundartanga. Farið var í miklar endurskoðanir á fjárfestingum og í rekstri vegna þessa.
Flutningur lagers var eitt stærsta verkefni ársins og gekk það vel.
VAXA í Jarðhitagarði hélt áfram að vaxa og þrefaldaði notkun sína á árinu.
Framkvæmdir við stækkun varmastöðvar í Hellisheiðarvirkjun hófust. Með framkvæmdunum eykst heitavatnsframleiðslan 600 sekúndulítrar sem eru um 60% aukning á framleiðslugetu virkjunarinnar.
Aðalatriðin í hleðslumálum
Orka náttúrunnar bætti við fjölda nýrra hleðslustöðva víðsvegar um landið á árinu m.a. í Hveragerði, á Fagurhólsmýri í Öræfum, við Skógafoss, á Akranesi, í Vestmannaeyjum og á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík.
Orka náttúrunnar og GTS handsöluðu samkomulag um að viðskiptavinir ON geti nýtt sér hleðslustöðvar á lóð GTS á Selfossi. Hleðslustöðvarnar hjá GTS eru öflugur og í alfaraleið við bæjarmörkin.
ON tók yfir rekstur og þjónustu við allar hleðslustöðvar við Íslandshótel um allt land.
Á árinu fjölgaði verulega í hleðslum:
12 nýjar Hraðhleðslu-staðsetningar með 52 tengjum
6 nýjar Hverfahleðslu-staðsetningar með 76 tengjum
237 ný kerfi í hleðsluáskrift með 494 tengjum
Við settum líka upp fyrsta MCS hleðslutengið (e. Megawatt Charging System) á Íslandi, og eitt af þeim fyrstu í allri Evrópu. Tengið er staðsett í Hleðslugarðinum okkar í Borgarnesi.
Með nýjum Orkuvísi fékkst orka á betra verði en Orkuvísir er nýr breytilegur taxti sem var tekinn í notkun á árinu. Orkuvísir er frábær valkostur fyrir heimili til að hafa áhrif á raforkuverðið og er fyrsta skref ON í átt að því að opna á möguleika viðskiptavina að hafa áhrif á rafmagnsreikninginn með ábyrgri eigin notkun.
Birta á Bæjarhálsi er nýsköpunarverkefni sem Orka náttúrunnar hefur verið að vinna að á árinu. Verkefnið snýst, í stuttu máli, um að framleiða rafmagn með sólarsellum sem er svo nýtt til að búa til hluta af þeirri orku sem fer í hraðhleðslustöðvar ON á Bæjarhálsi.
Sólarsellurnar eru ný komnar upp á gömlu Kyndistöðinni, við hliðina á höfuðstöðvum ON á Bæjarhálsi, á þak hússins og allan suðurvegginn og því stutt í að við getum séð hversu mikla orku sólarsellur geta gefið á Íslandi.
Hvað gerðist í umhverfis og loftslagsmálum 2025
Lofthreinsistöðin Steingerður var opnuð og markaði opnunin þau tímamót að Hellisheiðarvirkjun verður ein af fyrstu jarðvarmavirkjunum heims til að verða nær kolefnishlutlaus.
Við gróðursettum 10.000 birkitré við Hellisheiðarvirkjun.
Eins og önnur sumur starfaði okkar duglegi landgræðsluhópur en meðal verkefna hópsins eru gróðursetning víðigræðlinga, söfnun og dreifing fræslægju og endurheimt á mosaþembum.
Unnið var að því að færa læk sem rennur í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun á betri stað. Í þessu skemmtilega nýsköpunarverkefni var notast við svokallaðar grjótpylsur.
Við græddum upp 4 hektara af svæðum utan athafnasvæða ON sem rofnað hafa, t.d. vegna sauðfjárbeitar.
Gestagangur, ráðstefnur og viðburðir
Ótrúlegur fjöldi gesta heimsækir okkur í ON árlega og kynnir sér fjölbreytta starfsemi okkar. Í ár komu meðal annarra góðra gesta aðstoðarforsætisráðherra Slóvakíu, starfsfólk Skipulagsstofnunar, borgarstjórar Þórshafnar og fulltrúar Nuuk og Reykjavíkurborgar, indverski ráðherrann Shri Hardeep S. Puri (Minister of Petroleum and Natural Gas for India) og forstjóri FAO auk þess sem fólk á öllum aldri tók þátt í frábærum Fjölskyldudegi ON og svo komu ótalmargir hópar í heimsókn á Jarðhitasýninguna í Hellisheiðarvirkjun.
Starfsfólk ON nýtti vel tækifæri til að miðla þekkingu sinni á nýtingu jarðhita og endurnýjanlegrar orku til samstarfsaðila erlendis á hinum ýmsu ráðstefnum. Um leið lærði það af öðrum og sótti sér nýja þekkingu.
Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var hluti af opinberri viðskiptasendinefnd sem fylgdi Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í ríkisheimsókn til Noregs. Markmið heimsóknarinnar var að efla tengsl Íslands og Noregs þar sem sérstök áhersla var lögð á græn orkuskipti, nýsköpun og norræna samvinnu.
Árni Hrannar kynnti starfsemi fyrirtækisins á Evrópsku jarðvarmaráðstefnunni 2025, í Berlín þar sem hann flutti fyrirlesturinn „ Drilling Multiple High-Temperature Wells in the Next Two Years“ og fjallaði um aukna orkuöflun ON.
Árni Hrannar tók líka þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Our Climate Future 2025 sem haldin var í Brussel.
Ingunn Gunnarsdóttir leiðtogi nýsköpunar stýrði pallborðsumræðum á ráðstefnunni Sustainability Live í London. Yfirskrift pallborðsins var „The Future of Energy Transition“.
Tinna Jóhannsdóttir forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni flutti erindið „Steingerður á rafmagnsbílnum“ á fundi Orkuveitunnar, Fyrir loftslagið.
Kristín Guðmundsdóttir og Rúnar Freyr Ágústsson héldu fyrirlestra á Haustráðstefnu Verkefnastjórnunarfélags Íslands.
Ingunn Gunnarsdóttir leiðtogi nýsköpunar hjá ON hélt erindi á fundi Samorku sem bar heitið Hugvit – Hringrás – Árangur.
Við tókum virkan þátt í Samorkuþingi og starfsfólk ON kynnti þar sjö spennandi erindi, m.a. um jarðhitanýtingu, nýsköpun í Jarðhitagarði, orkuskipti og þróun orkumarkaða.
Við tókum þátt í fjölmörgum öðrum viðburðum t.d. Rafleiðslu í Elliðaárstöð á Safnanótt, Framadögum HR, Samorkuþingi á Akureyri, Vísindavöku Rannís, Orku- og vísindadegi Orkuveitunnar, auk alls kyns fleiri fjölbreyttum málþingum, ráðstefnum, ársfundum, pallborðum og öðrum viðburðum.
Við héldum líka sjálf alls kyns vel heppnaða viðburði á árinu.
Ráðstefnan „Ertu ON í umbreytingu? Klárum orkuskiptin á Íslandi!“ tókst mjög vel en markmið hennar var að opna umræðu um næstu skref, áskoranir og tækifæri tengd orkuskiptunum á Íslandi. Sérstök áhersla var lögð á rafbílavæðingu ferðaþjónustunnar og hvernig mismunandi hagaðilar geta hraðað orkuskiptum með nýtingu innviða sem þegar eru fyrir hendi.
Jarðvarmahlaup ON í Henglinum var haldið í fyrsta skipti og var frábærlega heppnað en það sem sameinar útivist, jarðhitann og stórbrotið landslag svæðisins.
ON ásamt Orkuveitunni og Carbfix hélt viðburðinn From Iceland to the World: Join the Frontline of Global Green Innovation, á Heimssýningunni í Osaka sem vakti mikla athygli.
Listasýningin Orka náttúrunnar var haldin með verkum Önnu Maggýjar sem myndaði náttúruna og kraftinn í henni um allt land fyrir nýja heimasíðu ON og kynningarefni.
Allskonar skemmtilegt
Á árinu náðust alls kyns fleiri áfangar, sigrar og vörður og fullt af verkefnum voru kláruð.
Við mældumst hæst í Ánægjuvoginni sjötta árið í röð.
Bæði framkvæmdastjórn og stjórn ON tóku breytingum á árinu og komu þær Birna Bragadóttir og Heiða Aðalsteinsdóttir nýjar inn í stjórn ON.
Talandi um stjórnir, þá gerðist það einnig á árinu að Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri ON tók sæti í Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Ný og glæsileg vefsíða Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar fór í loftið sem og nýr vefur Orku náttúrunnar.
Við héldum skemmtilega nafnasamkeppni fyrir nýtt hús sem mun rísa á komandi árum innan Jarðhitagarðs við Hellisheiðarvirkjun undir nýsköpun, samstarf og þekkingarmiðlun. Nafnið Glóð var valið úr miklum fjölda tillagna. Einnig var ritað undir viljayfirlýsingar um samstarf við HÍ, HR, Orkídeu, LBHÍ og Íslenska sjávarklasann með það að markmiði að Glóð verði lifandi vettvangur rannsókna, nýsköpunar og þróunar.
Þá voru viljayfirlýsingar um raforkusölu undirritaðar við fjölmarga aðila.
Orka náttúrunnar ásamt Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland, Þróunarfélags Grundartanga, Orkuveitunni og Carbix undirrituðu sameiginlega viljayfirlýsingu þar sem stefnt er að stórauknum umsvifum loftslagsvænnar atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Skarphéðinn var kynntur til leiks! Hann er stafrænn þjónustufulltrúi, eða spjallmenni, sem aðstoðar viðskiptavini ON við ýmis mál á on.is.
Við vorum hæst raforkusala á Sjálfbærniásnum annað árið í röð. Og vorum Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024 hjá Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Við vorum líka áberandi í umræðunni – skrifuðum fjölda greina, mættum í viðtöl, svöruðum spurningum, birtumst í innlendum og erlendum miðlum og byrjuðum á TikTok og birtum fullt af efni á öllum okkar samfélagsmiðlum.
Starfsfólk Orku náttúrunnar þakkar fyrir frábært ár og er spennt fyrir því sem nú er nýhafið!
News

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!

Stay updated with our newsletter
Get the latest news, updates, and special offers delivered directly to your inbox!


