Breytingar á skipan stjórna tveggja dótturfélaga OR

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur. Í stjórn Orku náttúrunnar taka sæti Elísabet Hjaltadóttir markaðsfræðingur og Jakob S. Friðriksson verkfræðingur. Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur.

Á hluthafafundum nú á dögunum voru gerðar breytingar á stjórnum tveggja dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.

Í stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur taka sæti þau Birna Bragadóttir stjórnendaráðgjafi og Pálmi Símonarson verkfræðingur. Bæði eru okkur að góðu kunn. Pálmi er sérfræðingur hjá upplýsingatækni OR og Birna var starfsþróunarstjóri hér hjá OR á árunum 2012-2015. Þau koma í stað þeirra Jónu Bjarkar Helgadóttur lögmanns og Bjarna Bjarnasonar forstjóra. Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR, tekur við formennsku í stjórninni.

Í stjórn Orku náttúrunnar taka sæti Elísabet Hjaltadóttir markaðsfræðingur og Jakob S. Friðriksson verkfræðingur. Elísabet rekur nú eigið fyrirtæki en stýrði markaðsmálum hjá Actavis um árabil og þar áður hjá Össuri. Jakob stýrir nú viðskiptaþróun hjá fjármálum OR. Áður gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá OR en hann hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1991. Elísabet og Jakob taka sæti þeirra Bolla Árnasonar og Bjarna Bjarnasonar. Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunar OR, er formaður stjórnar ON.

Birna Bragadóttir  Pálmi Símonarson  Elísabet Hjaltadóttir  Jakob S. Friðriksson
Birna Bragadóttir Pálmi Símonarson Elísabet Hjaltadóttir Jakob S. Friðriksson

 

Mosi