Brennisteinsvetni innan marka 2014

Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti var innan settra marka árið 2014 samkvæmt skýrslu um niðurstöður mælinga í Hveragerði og Norðlingaholti.

Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti var innan settra marka árið 2014 samkvæmt skýrslu um niðurstöður mælinga í Hveragerði og Norðlingaholti.  Nú er unnið að uppsetningu nýrrar færanlegrar mælistöðvar sem verður við Lækjarbotna til að byrja með.
 
Árleg skýrsla um niðurstöður mælinga
Árlega vinnur verkfræðistofan Vista skýrslu um niðurstöður mælinga á styrk brennisteinsvetnis í þeim tveimur stöðvum í byggð sem Orkuveitan setti upp í tengslum við rekstur Hellisheiðarvirkjunar. Þær eru í Hveragerði og í Norðlingaholti, austast í Reykjavík. Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir reglugerðarmörk og hvort styrkur stóðst þau mörk.
 
Mörk samkvæmt reglugerð nr. 514/2010
Norðlingaholt
Hveragerði
Hefur hlaupandi 24 klukkustunda meðaltal farið yfir 50µg/m3oftar en þrisvar sinnum?
Nei
Nei
Er ársmeðaltal á styrk H2S yfir 5 μg/m3
Nei
Nei
Hversu oft hefur styrkur H2S mælst yfir 150µg/m3 í þrjár klukkustundir samfellt?
Aldrei
Aldrei
 
Niðurstöður mælinga í rauntíma eru almenningi aðgengilegar meðal annars á vef Umhverfisstofnunar en þar er að finna samræmda framsetningu mælinga á ýmsum loftgæðaþáttum. Smelltu hér til að fara á loftgæðavef Umhverfisstofnunar.
Ársfjórðungslega er birt samantekt um niðurstöður loftgæðamælinga. Smelltu hér til að lesa skýrslu Vista um loftgæðamælingarnar allt árið 2014.
 
Ný mælistöð við Lækjarbotna
Við Lækjarbotna, þar sem rekinn er grunn- og leikskóli, er nú unnið að því að setja upp færanlegri loftgæðamælistöð, sem mun vera þar tímabundið. Þetta er sá staður með reglubundinni viðveru sem er einna næst Hellisheiðarvirkjun. Stöðinni var valinn staður í samstarfi við Umhverfisstofnun og tengingar í samstarfi við húsráðendur í skólunum. Gert er ráð fyrir að stöðin komist í notkun í febrúar.
 
 
 
Generic Image
Náttúra