Borað með rafmagni við Hverahlíð

Nú stendur yfir borun eftir jarðgufu í Hverahlíð og til að draga úr loftslagsáhrifum er borinn knúinn rafmagni í stað dísils eins og algengast var.

Orka náttúrunnar og Jarðboranir gerðu í sumar samning um boranir á sjö holum á Hengilsvæðinu. Gert er ráð fyrir að allar holurnar verði boraðar með rafmagni, en ekki dísli eins og algengast var. Við það sparast útblástur á um 6 þúsund tonnum af koltvíoxíði á hverja holu. Borun með rafmagni er einmitt einn þáttanna í loftslagsmarkmiðum ON. Fyrsta borunin, sem samningurinn nær til, er hafin í Hverahlíð á Hellisheiði.

Stefnt er á að holan verði um 2.500 metra djúp og núna 17. nóvember er borinn kominn niður á um 800 metra dýpi. Gert er ráð fyrir að borunin taki hátt í tvo mánuði. Næstu verkefni borsins verða á Hellisheiði, aftur í Hverahlíð og svo á Nesjavöllum.

Jarðbor
Jarðbor