Bætt í hreinsun brennisteinsvetnis og koltvíoxíðs

Nú um mánaðamótin lýkur tengivinnu í lofthreinsistöðinni við Hellisheiðarvirkjun en stöðin er ekki í gangi á meðan. Tenging tveggja síðustu véla virkjunarinnar verður þó ekki lokið fyrr en um áramót.

Samhliða tengingunum í stöðinni sjálfri er lögð um tveggja kílómetra löng lögn frá Sleggjunni, útstöð Hellisheiðarvirkjunar, þar sem síðustu tvær vélaranar sem ekki eru tengdar hreinsuninni eru. Alls eru sex háþrýstivélar á Hellisheiði, fjórar í meginbyggingunni og tvær í Sleggjunni.

Í lofthreinsistöðinni eru brennisteinsvetni og koltvísýringur hreinsuð úr jarðgufunni. Lofttegundirnar eru leystar upp í jarðhitavatni og þeim dælt niður á um 1.000 metra dýpi þar sem þær hvarfast við bergið. Brennisteinsvetnið myndar glópagull og koltvíoxíðið karbónat steindir. Þetta verkefni hefur vakið heimsathygli og er þekkt undir nafninu Gas í grjót.

Skurður
Lagnarskurður fyrir tengingar véla í Sleggju við lofthreinsistöðina.

 

Lofthreinsistöðin
Lofthreinsistöðin á Hellisheiði