Athugun á náttúrulegri geislavirkni við jarðvarmavirkjanir heldur áfram

Í kjölfar þess að aukin náttúruleg geislavirkni mældist í útfellingum við Reykjanesvirkjun hafa Geislavarnir ríkisins unnið að mati á styrk náttúrlegra geislavirkra efna í útfellingum í jarðvarmavirkjunum á Íslandi, meðal annars á Nesjavöllum og Hellisheiði.

Geislavarnir birta frétt á vef sínum um stöðu mála. Vegna ungs aldurs íslenska berggrunnsins er náttúruleg geislavirkni á Íslandi lítil, eða aðeins um fimmtungur þess sem gerist í Noregi. Tekin verða sýni víðar í vinnsluferli virkjanna til að leita uppruna þeirrar náttúrulegu geislavirkni sem finnst í útfellingum, ekki síst til að efla skilning á efnafræði jarðhitans hér á landi. ON hefur upplýst starfsmenn virkjana og þá aðila sem eftirlit hafa með rekstri Hellisheiðarvirkjunar.

Mælingar Geislavarna á Hellisheiði