Orka náttúrunnar – fyrir umhverfið

Við framleiðum ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur stundum líka rannsóknir og nýsköpun til að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.

Lífsgæði í nútíð og framtíð

Vernda, styrkja og endurheimta er grunnstefið í umgengni okkar við náttúruna.

Við nýtum jarðhitann á ábyrgan og nærgætin hátt enda eru umhverfismálin og virðing fyrir náttúrunni kjarninn í öllum okkar ákvörðunum.

Landgræðsla og skógrækt

Kolefnishlutlaus fyrir 2030

Við erum staðráðin að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2030. Leiðarljós okkar í loftslagsmálum er að framleiða rafmagn og heitt vatn með eins sporlausum hætti og mögulegt er með virðingu gagnvart náttúrunni.

Það er ekki í boði að breytast ekki og þess vegna ætlum við að vera mikilvægur hluti af lausninni gegn hamfarahlýnun jarðar.

ON – fyrir umhverfið

Verum í sambandi

Netspjallið okkar er opið 8:00-16:00 alla virka daga en það er líka einfalt að hafa samband hvenær sem er sólarhringsins og við svörum hratt og örugglega.

Við erum líka til staðar á samfélagsmiðlum @Orka náttúrunnar og að sjálfsögðu í síma 591 2700 ef þú vilt heyra í okkur hljóðið.

Við erum stolt af að hafa hlotið Íslensku ánægjuvogina frá viðskiptavinum okkar – það gerir okkur enn spenntari fyrir að veita framúrskarandi þjónustu.