Af aðalfundi ON

Aðalfundur Orku náttúrunnar (ON) vegna ársins 2015 var haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2016.

Á fundinum voru kjörin í stjórn þau Bjarni Bjarnason formaður, Hildigunnur H. Thorsteinsson varaformaður, Bolli Árnason, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sveinbjörn Björnsson. Til vara voru kjörin þau Bjarni Freyr Bjarnason og Kristjana Kjartansdóttir. Framkvæmdastjóri ON er Páll Erland. 

Ársreikningur Orku náttúrunnar ohf. 2015 var staðfestur á fundinum.

Meirihluti tekna félagsins er í bandaríkjadölum og er það því starfrækslugjaldmiðill ON. ON er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR).  Samstæðureikningur OR vegna ársins 2015 hefur þegar verið samþykktur og birtur opinberlega.

 

Generic Image