Aðferðir og árangur í endurheimt staðargróðurs

Nýlega komu 45 gestir af alþjóðlegri landgræðsluráðstefnu Society For Ecological Restoration (SER) í heimsókn á Hellisheiði til að skoða aðferðir og árangur í endurheimt staðargróðurs á virkjunarsvæðinu.

Árangurinn vakti hrifningu gestanna og töldu þeir að landgræðsluaðferðir og skipulag frágangs hjá ON geti nýst vel í verkefnum í þeirra heimalöndum.

Landgræðsla ríkisins í samvinnu við Landbúnaðarháskóli Íslands sá um skipulagningu ráðstefnunnar og var heimsóknin hluti af skoðunarferð um Reykjanes.

Landgræðsluhópur í heimsókn á Hellisheiði
 
2013.jpg
 
2018.jpg
Landgræðsluheimsókn 2018