13 milljarðar króna í fjárfestingar til ársins 2019

ON áætlar að verja þrettán milljörðum króna í fjárfestingar á næstu fimm árum.

Stærsta einstaka verkefnið er lagning Hverahlíðarlagnar en verkið er þegar hafið og er áætlað að því verði lokið á næsta ári. Um 2,5 milljarðar renna til þess verkefnis á árinu en fjárfestingin alls er áætluð tæpir fjórir milljarðar króna.

 

Engin ný virkjanauppbygging

Í viðtali við Fréttablaðið 7. mars sl. segir Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, að ákvarðanir um einstök verkefni liggi ekki fyrir. Hins vegar miði áætlunin að því að sinna helst tveimur þáttum; áframhaldandi orkuöflun og umhverfismálum. Undir orkuöflun fellur Hverahlíðarlögnin, en þegar líður á tímabilið eru umhverfismálin í forgrunni. Verkefnin snúa að því að draga úr hveralykt og mengun frá Hellisheiðarvirkjun og því að skila vinnsluvatni aftur niður í jarðhitageyminn. Engin ný virkjanauppbygging erinni í áætluninni til 2019 heldur snýst hún um að hlúa að núverandi virkjanasvæðum.

 

Páll fjallaði um fjárfestingarverkefni ON á Útboðsþingi 2015.

Generic Image
Hellisheiðarvirkjun