🚘

Rafbílar

🔌

Hraðhleðslustöðvar ON

Um þessar mundir erum við að setja upp nýjar stöðvar með fleiri stöðlum til að gera fleiri rafbílaeigendum kleyft að nýta sér hraðhleðslustöðvarnar. Uppbygging innviða fyrir rafbíla er í þróun og nýsköpunarfasa. Unnið er að bættum samskiptum við notendur og markvissari bilanagreiningu. Uppsetning á upplýsinga- og þjónustukerfi er í vinnslu og bindum við vonir um að ná betri tökum á rekstri stöðvanna þegar fram liða stundir.

Uppbygging innviða

Uppbygging innviða fyrir rafbílaeigendur er samstarfsverkefni margra aðila s.s. orkufyrirtækja, rafbílasala, sveitarfélaga, rafbílaeigenda og stjórnvalda. ON tekur ekki gjald fyrir notkun stöðvanna á meðan þær eru í þessum þróunarfasa. Við óskum eftir því að rafbílaeigendur sýni okkur biðlund og skilning á meðan verkefnið er á tilraunastigi og séu meðvitaðir um að ekki er alltaf hægt að treysta á að hraðhleðslustöð sé tilbúin til notkunar.


Staðsetningar


🚘

Hvaða bílar geta notað hleðslustöðvarnar?

 

Hraðhleðslustöðvar ON styðja 2-3 staðla og skiptast svona:

3 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) / AC 43 Type 2 cable - Miklabraut, IKEA, Selfoss, Borgarnes og Sævarhöfði (B&L)

2 staðlar: CHAdeMO / Combo (CCS) - Bæjarháls, Fitjar, Fríkirkjuvegur, Akranes, Smáralind, Glerártorg og Hof.

Bíltegundir sem passa fyrir viðkomandi tengi:

CHAdeMO: Nissan, Mitsubishi, Peugeot, Citroen, Kia

Combo (CCS): BMW, Volkswagen, GM, Porsche, Audi

AC 43 - Type 2 cable: Renault, Daimler, Tesla, Smart, Mercedes


Heimastöðvar

Tenglar

Mælt er með að setja upp sérstakan tengil sem þolir hleðslu rafbíla og að hafa bílinn stakan á grein, þ.e. að hafa ekki aðra hluti í sambandi á sömu rafmagnsgreininni. Ekki skal nota fjöltengi eða framlengingarsnúrur. Tengillinn þarf að vera jarðtengdur og greinin þarf að hafa útsláttaröryggi og lekaliða.


Af hverju rafbíll?

mínútur

Á 20-30 mínútum fær rafbíll 80% hleðslu með hraðhleðslu ON

🚘

ON og rafbílavæðing á Íslandi